New Holland

Landbúnaðartæki

Kraftvélar er öflugur aðili á landbúnaðarmarkaðnum með mörg stærstu og vinsælustu vörumerki sem völ er á.

 

Kraftvélar tók sitt fyrsta skref inn á svið landbúnaðar á Íslandi þegar eigendur Kraftvéla keyptu rekstur Véla & Þjónustu í lok árs 2009.

 

Um vorið 2010 var svo ákveðið að sameina rekstur þessara tveggja fyrirtækja, og var því ákveðið að flytja rekstur Véla & Þjónustu niður á Dalveg 6-8 þar sem Kraftvélar hafa verið með höfuðstöðvar síðan 1998.

 

Kraftvélar fengu til liðs við sig lykilstarfsmenn úr Vélaver, fyrrverandi umboðsaðila New Holland og Case IH, og með þeirra hjálp var gengið frá umboðssamning við bæði New Holland og Case IH, ásamt margra annarra vörumerkja á landbúnaðarsviðnu, og þar ber helst að nefna Alö Quicke, Fella, Weidemann, Kongskilde, Abbey, Junkkari og Zuidberg.

 

Í dag starfa tveir fyrrverandi starfsmenn Vélavers hjá Kraftvélum, en það eru þeir

  • Eiður Steingrímsson, sölustjóri landbúnaðartækja
  • Gísli Arnarson, verslunarstjóri

Og ekki eru þar með allir upptaldir sem hafa reynslu af landbúnaðarsviði, af því hjá Kraftvélum starfar líka Guðjón Ágústsson, en hann býr yfir meira en 40 ára reynslu í varahlutaþjónustu fyrir landbúnað og starfaði hjá Vélum & Þjónustu í yfir 30 ár.

 

Hægt er að lesa nánar um þau vörumerki sem Kraftvélar bjóða uppá á sviði landbúnaðar með því að smella á þau hér til vinstri.